22.10.2010 09:18
KEÓ og stóra kastið
Mynd þessi sem er í eigu Karls Einars Óskarssonar er tekin haustið 83 af einu stærsta kasti sem hann man eftir í litlu nótina. Sjálfir tóku þeir 220t og settu í Júpiter 150 t, Heimir KE 150 t og Sigurjón Arnlaugsson 100 tonn. Hvernig þetta rúmaðist í þessari litlu síldarnót vissi hann ekki.
© mynd í eigu Karls Einars Óskarssonar frá árinu 1983
Skrifað af Emil Páli
