21.10.2010 18:00

Síldarskip á Grundarfirði 2007

Aðalheiður, eða Heiða Lára eins og flestir þekkja hana sendi mér skemmtilega myndasyrpu sem ég mun sýna á miðnætti í nótt. Hér kemur þó ein mynd úr syrpunni svo og bréf það sem fylgdi með.

Sæll,til lukku með síðuna, hún er mjög áhugaverð og skemmtileg. En annars vildi ég bara benda þér á Skessuhornið sem kom út í gær, þar er sérblað um Víking Ak 100 í tilefni af 50 ára afmælinu. Datt svo í hug að senda þér nokkrar myndir frá haustinu 2007, þegar síldarbátarnir voru hér upp við landssteina að veiða. Kv. Aðalheiður.


                                             © mynd Aðalheiður 2007