21.10.2010 07:00

1 árs




                                              1 árs

 

 Já síðan á eins árs afmæli í dag. Af því tilefni ætla ég að nota tækifærið og birta eftirfarandi:

Þó ég hafi fengið ýmsar hrakspár, er ég hóf að vera með þessa síðu, s.s. að ég væri búinn að mála mig út í horn og annað í þá veru, sem of langt til að tala um. Því gestafjöldinn á þessu ári sýnir allt annað, svo og flettingarnar. En síða þessi hefur nú um nokkurn tíma verið í 1. til 3. sæti í topp 10 á 123.is hvað varðar skipasíður, þannig að ekki hef ég nú málað mig alvarlega út í horn þó svo að ég þori að standa við mínar skoðanir. Þá finnst mér þetta sérstaklega ánægjulegt, þar sem gestafjöldinn er rökréttur, en ekki tilbúinn eins og hjá sumum sem hafa komið því til leiðar að ákveðnir fjölmiðlar vitni í þá og þannig hefur gestafjöldinn þotið upp hjá þeim.

Gestir síðunnar á þessu fyrsta ári eru.132.710 miðað við sl. miðnætti  og flettingarnar  628.000 Jafngildir gestatalan að það hafi komið 369 gestir á hverjum degi allt þetta ár.

Hvað um allt þetta, ég stend í þakkarskuld við ykkur lesendur síðunnar, fyrir áhugann fyrir því sem hér er boðið upp á og ekki síður þá stend ég í mikilli þakkarskuld varðandi þann stóra hóp ljósmyndara sem hafa sent mér, eða lánað mér myndir til að setja á síðuna, eða gaukað að mér efni- og/eða efnispunktum. Fljótt á litið þá er sá hópur eigi færri en vel á fjórða tug manna, þ.e. ljósmyndarar og fréttaritarar um land allt og  erlendis, auk þeirra sem hafa sent mér eina og eina mynd.

Hafið öll þakkir fyrir og munið að þetta er eins dagurinn ykkar, eins og minn.
 
                                                       Kær kveðja
                                                                Emil Páll