20.10.2010 21:00
Óskar RE og Aðalvík SH að fara í pottinn til Belgíu
Þessa daganna er verið að setja brotajárn um borð í Óskar RE 157 og Aðalvík SH 443. Mun Óskar draga Aðalvíkina til Belgíu á sama stað og Súlan fór á og þar fara þeir báðir í pottinn.
Aðalvík hefur legið nú í nokkur ár á Seyðisfirði og lá þar áður í Reykjavík. Þar með hverfur frá landinu næst síðasti af hinum svonefndu tappatogurum.
Óskar var nú síðast í flutningum milli Íslands og Grænlands í sambandi við gullgröftinn á Grænlandi og lenti í þremur óhöppum á þeim tíma. Fyrst strandaði hann í Hafnarfirði, þá fékk hann á sig brotsjó og að lokum lenti hann í vandræðum í ís við Grænland.


168. Aðalvík við slippbryggjuna á Seyðisfirði nú í sumar © myndir Hilmar Bragason, 7,. ágúst 2010

962. Óskar RE 157, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll

962. Óskar RE 157, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll, 2009

962. Óskar RE 157, á strandstað í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 7. mars 2010
Aðalvík hefur legið nú í nokkur ár á Seyðisfirði og lá þar áður í Reykjavík. Þar með hverfur frá landinu næst síðasti af hinum svonefndu tappatogurum.
Óskar var nú síðast í flutningum milli Íslands og Grænlands í sambandi við gullgröftinn á Grænlandi og lenti í þremur óhöppum á þeim tíma. Fyrst strandaði hann í Hafnarfirði, þá fékk hann á sig brotsjó og að lokum lenti hann í vandræðum í ís við Grænland.


168. Aðalvík við slippbryggjuna á Seyðisfirði nú í sumar © myndir Hilmar Bragason, 7,. ágúst 2010

962. Óskar RE 157, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll

962. Óskar RE 157, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll, 2009

962. Óskar RE 157, á strandstað í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 7. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
