20.10.2010 16:12
Síldveiðar hafnar í Breiðafirði
Síldveiðar hafnar í Breiðafirði
20. október 2010, 13:02 - Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með um 900 tonn af íslenskri síld en sá afli fékkst á Breiðafirði skammt frá Stykkishólmi. Þetta er fyrsti aflinn úr þessum stofni á vertíðinni en skammt er síðan að sjávarútvegsráðherra heimilaði 15.000 tonna byrjunarkvóta. ,,Við vorum einir að veiðum og tókum tvö köst. Hið fyrra var rétt utan við Stykkishólm og það síðara inni á Breiðasundi sem er skammt þar fyrir innan," sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni, í samtali á heimasíðu HB Granda í morgun.
Kom þetta fram í Fiskifréttum í dag
© mynd Jón Páll
