20.10.2010 09:00

Víkingur 50 ára

Þess verður minnst á  morgun, þann 21. október að liðin eru 50 ár síðan Víkingur AK 100 sigldi nýr inn í Akraneshöfn. Á þessum tíma hefur skipið alltaf haldið sama nafni og númeri og er enn vel gangfært. Af því tilefni stendur til að vera með húllum hæ á Akranesi á morgun.

Skipið var smíðað í Bremerhaven fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness og hefur verið gert út frá Akranesi allar götur síðan.  Víkingur hefur alla tíð verið mikið happafley, bæði sem togari og nótaveiðiskip.

Birti ég nú sex myndir af honum, fyrst sem síðutogara og síðan þróunina til dagsins í dag.


               220. Víkingur AK 100, sem síðutogari © mynd Anna Kristjánsdóttir


                          220. Víkingur AK 100 © mynd Þór Jónsson


                               220. Víkingur AK 100 © mynd Svafar Gestsson


                               220. Víkingur AK 100 © mynd Svafar Gestsson


                                                220. Víkingur AK 100


        220. Víkingur AK 100, með loðnu © mynd Júlíus, 1. mars 2010