19.10.2010 17:43
Síldarleit og stofnmæling í dag - skemmtileg myndasyrpa
Svafar Gestsson, vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi mér þessa skemmtilegu myndasyrpu sem hann tók um borð í dag og fylgir með svohljóðandi texti:
Núna erum við í síldarleit og stofnmælingum og með okkur um borð maður á vegum Hafró að rannsaka sýni sem við tökum í troll. Leitarsvæðið okkar er frá Gerpi og vestur að Kötlutanga. Afraksturinn hefur fram að þessu aðalega verið gulldepla og makrílseiði.
Að þessu ransóknarverkefni loknu þá setjum við stefnuna í Breiðafjörðinn og byrjum veiðar úr íslenska síldarstofninum í nót.
Þessar myndir tók ég núna fyrir stundu síðan af einu holinu.
Sendi ég félaga okkar Svafari Gestssyni, kærar þakkir fyrir.
Gunni Davíðs
Öræfajökull
Höfuðlínustykki tekið af
Pokinn kominn inn
Meistarakokkurinn Matti
Jói Danner stýrimaður
Hinn eini sanni Stinni
Híft
Trollið
Verið að hífa
Verið að hífa
Belgurinn og pokinn
© myndir Svafar Gestsson, 19. okt. 2010
