19.10.2010 00:00

Happasæll KE 94 stampar á Stakksfirði

Þessa myndasyrpu tók ég í dag er Happasæll KE 94 fór að leggja netin í fyrsta sinn undir þessu númeri. Báturinn er þó ekki ókunnur Stakksfirðinum, því þetta er í fjórða skiptið sem hann er skráður með KE númer og með heimahöfn í  Keflavík. Fyrstu tvö nöfnin, Árni Þorkelsson KE 46 og Andvari KE 93 og nafnið á undan þessu Búddi KE 9, að vísu koma hann lítið á Stakksfjörðinn undir síðasta nafninu, þar sem hann var aðallega gerður út frá Sandgerði þann tíma.
Fyrir okkur ljósmyndaranna er alltaf gaman að sjá báta stampa og því tók ég alls 80 myndir af honum, en tókst að fækka þeim niður í vel á þriðja tug og birti þær hér og eru þessar allar teknar frá Vatnsnesi í Keflavík.






















































        13. Happasæll KE 94, á útleið frá Keflavík © myndir Emil Páll, 18. okt. 2010