18.10.2010 17:17

Happi KE 95 ex Happasæll KE 94

Þó ennþá standi Happasæll KE 94 á þeim bát sem bar það nafn þar til stærri bátur var keyptur á dögunum, hefur sá litli verið skráður Happi KE 95. Rætt var um að sá minni yrði seldur, en ég held að hætt hafi verið við það og hann verði hugsanlega gerður út á skötusel, eða aðrar veiðar.

Þessar myndir tók ég í morgun, er verið var að færa þorskanetin af þeim minni yfir í þann stærri og skötuselsnetin af þeim stærri yfir í þann minn. Þá fór stærri báturinn út í dag og lagði netin og tók ég ótrúlega margar myndir af honum er hann stampaði út Stakksfjörðinn og birti ég þær eftir miðnætti í kvöld.




    1767, Happi KE 95, utan á 13. Happasæl KE 94 í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 18. okt. 2010