15.10.2010 17:55

Áhugamenn um varðveislu Arnarins?

Í sumar eða vor varð mikil umræða hér á síðunni um varðveislu á þjóðargjöf norðmanna til Íslendinga, er hefur síðan verið íslensku þjóðinni til skammar. En það gerðist árið 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar að norðmenn smíðuðu og sigldu hingað til lands tveimur bátum er engu engöngu fyrir seglum og áralagi. Bátar þessir hétu Örninn og Hrafninn. Fyrst framan af lágu þeir í reiðileysi í Reykjavík, en síðan tóku Húsvíkingar við Hrafninum og hafa sé sóma sinn á að halda honum við og eiga þakkir  skildar fyrir það. Örninn lenti á flakki um Reykjavík og var síðan komið í fóstur hjá Reykjanesbæ, en þá tók ekki betra við. Hann fauk um koll í óveðri og fékk að vera þar sem hann stoppaði eftir rokið, svo áratugum skipti og allt þar til eftir skrifin hér að hann var tekinn af Byggðasafni Reykjanesbæjar og settur á vagninn sem hann kom á hingað suður og fluttur geymsluhúsnæði safnsins á Fitjum í Njarðvík.

Í framhaldi af skrifunum töluðu menn um að leggja því málefni lið að bjarga bátnum og varðveita. Gekk það m.a. svo langt að einn þeirra sem hafði áhyggjur af málinu skoraði á hina að hafa samband við sig í síma eða tölvupósti svo eitthvað væri hægt að gera. Í dag hafði síðan samband við mig maður sem þekkir mjög inn á varðveislu gamalla muna og hvernig hægt er að fá styrk til að standa straum á slíkum þáttum og í samráði við hann legg ég nú til að þeir sem hafa áhuga á það leggja málinu lið að hafa samband við mig annað hvort í gegn um símann 845 0919 eða með því að senda mér tölvupóst á netfangið epj@epj.is


           Örninn, framan við geymsluhús Byggðasafns Reykjanesbæjar á Fitjum
                                        © mynd Emil Páll, 15. okt. 2010