15.10.2010 14:49
Er Birta farin norður?
Að sögn sjónarvotta lét Birta VE 8 úr höfn í Keflavík nú rétt fyrir hádegi, en ekki er vitað hvert hún var að fara. Undanfarið hefur verið beðið eftir færi til að sigla bátnum til Akureyrar til viðgerðar og endurbóta, en varla er verið að fara með svona lasakaðan bát þangað núna, þegar slæm spá er.
Skrifað af Emil Páli
