11.10.2010 13:52

Síldin komin í Grundarfjörð

Samkvæmt vefnum Skessuhorn.is:

Miklar síldarlóðningar eru komnar inn á Grundarfjörð. Að sögn Hafsteins Garðarssonar hafnarvarðar sáust nú í morgun langar lóðningar rétt norðan við bryggjuna í Grundarfirði og út fjörðinn og þá var einnig að sjá síld úti við Melrakkaey. Hafsteinn segir að sést hafi í hrefnu á ferð nýlega og að mikið fuglalíf sé á svæðinu sem gefi vísbendinu um aukið æti í firðinum. Síldin er á ferðinni á svipuðum tíma og undanfarin ár en menn hafa einnig orðið varir við hana inn við Stykkishólm þar sem veiðin hefur einkum farið fram síðastliðin tvö ár