11.10.2010 13:42

Heillri áhöfn sagt upp

Áhöfninni á togbátnum Þorvarði Lárussyni SH 129 frá Grundarfirði hefur allri verið sagt upp. Fram kemur á vef Skessuhorns, að ástæðan er sú að Samherji á Akureyri, sem leigði skipið, hefur slitið samstarfi sínu við útgerðina vegna samdráttar í kvóta á ýsu og karfa. Samherji á einnig 47% hlut í útgerð skipsins. Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri á Þorvarði, segir við Skessuhorn að þessi staða sé afar slæma fyrir byggðarlagið en alls missa 14 manns vinnuna. Sigurður segir, að bátnum verði nú lagt og skipsverjar séu þegar farnir að leita sér að annarri vinnu.