11.10.2010 13:30

Guðmundur Runólfsson, heiðursborgari Grundarfjarðar

 

Laugardaginn 9. október hélt Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður, upp á 90 ára afmæli sitt með glæsibrag í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Við það tækifæri  útnefndi bæjarstjórn Grundarfjarðar hann heiðursborgara Grundarfjarðar. Það var gert til að sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði.
Lífshlaup Guðmundar má sjá á vefnum grundarfjordur.is, en þaðan er þessi mynd og texti fenginn.