11.10.2010 07:40
Öllum farþegum bjargað
Af visi.is
Eystrasaltsferjan Lisco Gloria stóð í ljósum logum úti af ströndum Þýskalands um helgina eftir að sprenging varð um borð. Flytja þurfti 236 manns frá borði.
Ferjan var á leiðinni frá Kiel í Þýskalandi til Klaipeda í Litháen, en gjöreyðilagðist í brunanum. Ekki var hægt að fara um borð í skipið í gær til að kanna skemmdir vegna hitans eftir eldslogana en reynt verður að fara um borð í dag þegar skipið hefur kólnað eftir nóttina
Skrifað af Emil Páli
