09.10.2010 16:12
Jón Oddgeir, í neyðarútkalli
Skömmu eftir hádegi fylgdist ég með því þegar björgunarskipið Jón Oddgeir fór í neyðarútkall frá Njarðvik og síðan þegar það kom aftur og tók myndir af skipinu.
Um var að ræða útkall sem var á þá leið að maður væri í sjálfheldu fyrir neðan Vogastapa. Var báturinn sendur á vettvang, auk þess sem sigmenn fóru á staðinn landleiðis en akvegur var að þeim stað sem maðurinn fór niður. Sem betur fer reyndist ekki um alvarlegt mál að ræða og var maðurinn tekinn um borð í bátinn og siglt aftur til Njarðvíkur.
Skipstjóri Jóns Oddgeirs í þessari ferð var Sigurður Stefánsson

2474. Jón Oddgeir á leið út úr Njarðvík



2474. Jón Oddgeir kemur til baka til Njarðvíkur, slysstaðurinn var fyrir neðan bjargbrúnina sem sést hægra megin á myndinni.


© myndir Emil Páll, 9. okt. 2010
Um var að ræða útkall sem var á þá leið að maður væri í sjálfheldu fyrir neðan Vogastapa. Var báturinn sendur á vettvang, auk þess sem sigmenn fóru á staðinn landleiðis en akvegur var að þeim stað sem maðurinn fór niður. Sem betur fer reyndist ekki um alvarlegt mál að ræða og var maðurinn tekinn um borð í bátinn og siglt aftur til Njarðvíkur.
Skipstjóri Jóns Oddgeirs í þessari ferð var Sigurður Stefánsson
2474. Jón Oddgeir á leið út úr Njarðvík
2474. Jón Oddgeir kemur til baka til Njarðvíkur, slysstaðurinn var fyrir neðan bjargbrúnina sem sést hægra megin á myndinni.
© myndir Emil Páll, 9. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
