08.10.2010 18:52

Mikill munur flóðs og fjöru

Í gær sýndi ég myndir úr Njarðvíkurhöfn og Njarðvíkurslipp sem teknar voru á háflóði og nú sýndi ég sömu staði sem teknar voru í morgun á háfjöru og sést þar hversu geysilegur munur er þarna á milli nú þegar stórstraumsflóð og stóðstraumfjara er.


    Á myndinni í gær sást hvað nánar flæddi upp á götu, Í Njarðvik, en nú sést uppfyllingin og fjaran, sem eru töluverð


    Á myndinni í gær var græni báturinn og trébátarnir umflotnir sjó, en nú vantar mikið á að sjór nái að þeim  © myndir Emil Páll, 8. okt. 2010