08.10.2010 11:00
Eigandaskipti af Búdda KE 9 ?
Eons og kom fram hér á síðunni í gær, var Búddi KE 9 tekinn upp í Njarðvikurslipp, en þar fer hann m.a. í söluskoðun og ef hann stenst hana verða eigendaskipti, innan bæjar. Þ.e. útgerðarfélagið Happi ehf., sem er útgerðaraðili af Happasæl KE 94, mun þá kaupa bátinn. Hér fyrir neðan myndirnar birtist saga bátsins.


13. Búddi KE 9, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 8. okt. 2010
Smíðaður hjá Brandenburg/Havel í Brandenburg, Austur-Þýskalandi 1961 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og kom nýr til Keflavíkur um páska 1961. Lengdur um miðju og skuturinn sleginn út hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1995.
Er eini báturinn sem eftir er úr hópi fjölmargra systurskipa.
Sem Árni Þorkelsson KE 46, valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða út af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu, m.a. af þeirri forsendu að hann kom bátnum ekki til lands.
Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30, Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155 og núverandi nafn: Búddi KE 9.


13. Búddi KE 9, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 8. okt. 2010
Smíðaður hjá Brandenburg/Havel í Brandenburg, Austur-Þýskalandi 1961 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og kom nýr til Keflavíkur um páska 1961. Lengdur um miðju og skuturinn sleginn út hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1995.
Er eini báturinn sem eftir er úr hópi fjölmargra systurskipa.
Sem Árni Þorkelsson KE 46, valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða út af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu, m.a. af þeirri forsendu að hann kom bátnum ekki til lands.
Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30, Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155 og núverandi nafn: Búddi KE 9.
Skrifað af Emil Páli
