06.10.2010 22:29

Laumufarþegi um borð í Jónu Eðvalds SF

Svafar Gestsson sendi mér þessar myndir og fylgdi með þessi texti:

Við fengum laumufarþega um borð í morgun sem ég myndaði. Þetta var blautur og hrakinn fálki sem við reyndum að handsama til að koma í aðhlynningu. En hann var ekki á því að láta handsama sig og flaug sína leið að vísu ekki langt því hann settist á gerfihnattarkúluna en það var stutt í land og vonandi hefur hann bjargað sér sjálfur






     Laumufarþeginn um borð í Jónu Eðvalds © myndir Svafar Gestsson, 6. okt. 2010