06.10.2010 12:03

Skrif mannleysu fjarlægð

Í framhaldi af birtingu sérstæðar auglýsingar í gærkvöldi frá nafngreindum manni, kom langt svar í morgun sem komment undir viðkomandi grein þar sem sá sem auglýsti var nafngreindur en sendandinn var það mikil mannleysa að hann kallaði sig aðeins NN, tók ég þá ákvörðun að fjarlægja kommentin af síðunni og fylgdi auglýsingin með.
Það að notast við NN er ekki samkvæmt þeim reglum sem gilda hér á síðunni, því dulnefni og persónulegar árásir eru ekki liðið. Þetta vil ég árétta, enda hefur það oft komið áður fram og í öllum slíkum tilfellum hef ég fjarlægt viðkomandi komment.

Auglýsingin verður hugsanlega birt aftur, en þá verður tekinn af sá möguleiki að menn geti kommentað, fyrst ekki er farið eftir reglum.

Komment verða ekki undir þessari færslu, af sama tilefni.