06.10.2010 00:00

Boston Wellvale FD 209 / Rán HF 42 / Arnarnes ÍS 42 / Arnarnes SI 70 / Copasa 1

Komst í eigu íslendinga eftir að hafa strandað við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi 1966 og var náð þaðan út, síðan skráður erlendis fyrst í eigu íslendinga en síðan selt þangað.


                                Boston Wellvale FD 209 © ljósmyndari ókunnur


                        1128. Rán HF 42 © mynd Ísland 1990


                1128. Arnarnes ÍS 42 © mynd Skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson


               1128. Arnarnes ÍS 42 © mynd af skipasíðu Þorgeirs Baldurssonar


                            1128. Arnarnes ÍS 42 © mynd Emil Páll, 1986


                        1128. Arnarnes ÍS 42 © mynd Snorrason


                         1128. Arnarnes SI 70 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                      Copasa 1 © mynd Skipamyndir,

Smíðanúmer 974 hjá Cook Welton & Gimmel Co Ltd, Beverley, Englandi 1961. Kjölur lagður 30. júní 1961. Afhentur 14. des. 1961.

Var síðasti síðutogari Íslendinga.

Skipt um brú og fleiri endurbætur eftir að hafa brunnið illa í júní 1962 út af St. Kilda.

Strandaði 22. des. 1966 við Arnarnes i Ísafjarðardjúpi. Náð aftur út.

Var síðutogari til 1987 að honum var breytt í skuttogara og um leið yfirbyggður, við bryggju í Njarðvik af Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík.

Skráður erlendis 1993-1994 að hann hlaut B-skráningu hérlendis, með breytingum á lögum fyrir skip án kvóta. Fór til Mexíkó í maí 1996 og þar gerður út af íslensk-Mexíkönsku fyrirtæki sem var í 49% eigu Þormóðs ramma hf., Siglufirði og Granda hf., Reykjavík. Til að halda kvótanum hér heima var hann skráður hérlendis á ný í nokkrar vikur 1996/1997.

Gerður 1999 að þjónustuskipi fyrir túnfiskveiðar í Mexíkó

Er ennþá til að ég best veit, en er ekki viss nema hann sé aftur kominn með Arnarnesnafnið, hef það þó ekki staðfest.

Nöfn: Boston Wellvale FD 209, Boston Wellvale GY 407, Boston Wellvale, Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70, Arnarnes, aftur Arnarnes SI 70, og aftur Arnarnes og núverandi nafn Copasa 1.