05.10.2010 20:20
Loksins, loksins farið
Þó nokkur uggur hefur verið meðal ýmsra íbúa við Stakksfjörð vegna veru Atlantic Trader, sem legið hefur við akkeri á Stakksfirði að mestu síðan í síðustu viku. Uggur þessi stafar m.a. af því að mikil leynd virðist vera um ástæðuna fyrir veru skipsins og síðast er það kom hér við á síðasta ári var talið að um borð væri geislavirkur úrgangur og nefna menn það núna, eða úraníum. Hvað um það skipið létti akkerum og sigldi á haf út síðdegis í dag og var núna áðan að nálgast Reykjanesið. Að vísu hefur það gert það tvisvar áður síðan í síðustu viku en snúið við er það var komið vel út frá Reykjanesinu, en vonandi fer það áfram núna, þangað sem það á að fara sem er til St. Pétursborgar.

Atlantic Trader, séð frá Vogum í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

Atlantic Trader, séð frá Vogum í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
