05.10.2010 15:29
Þrír trébátar verða kurlaðir niður í Njarðvíkurslipp
Ljóst er að fljótlega verður ráðist í það að kurla niður þrjá trébáta, sem nú standa uppi í Njarðvíkurslipp, Það eru bátarnir 540. Halldór Jónsson SH 217, 733. Breki og 1249. Sigurvin GK 51. en sá fyrsti og eins sá síðasti eru farnir fyrir löngu af íslenskri skipaskrá, en Breki var notaður í kvikmyndatökur, en var í góðu ástandi fram að því. Munu fyrirtækin Hringrás og Funi sjá um að farga Halldóri Jónssyni og Breka og að auki tekur Hringrás Sigurvin.

733. Breki og 530. Halldór Jónsson í Njarðvikurslipp í dag


1249. Sigurvin GK 51 © myndir Emil Páll, í Njarðvikurslipp 5. okt. 2010

733. Breki og 530. Halldór Jónsson í Njarðvikurslipp í dag


1249. Sigurvin GK 51 © myndir Emil Páll, í Njarðvikurslipp 5. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
