05.10.2010 15:08
Halldór Jónsson verður ekki endurbyggður - er ónýtur
Við skoðun á gamla Halldóri Jónssyni SH, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur kom í ljós að báturinn er það mikið ormétinn að hann er ónýtur. Enda eru liðin 17 ár síðan báturinn var dreginn frá Hornafirði til Hafnarfjarðar þar sem hann hefur legið við bryggju allan tímann og sokkið einu sinni. Að auki er hann mikið skemmdur eftir ís, er höfnin fraus, þannig að klaki var milli skips og bryggju, sést það vel á þeim myndum sem ég birti hér með, en sett hefur verið frauðplast í helstu skemmdirnar auk þess sem krossviður var settur yfir á sjólínunni.


Skemmdirnar eftir ísinn í höfninni eru vel sjáanlegar, þ.e. krossviðurinn sem settur er yfir, svo og frauðplastið sem einnig sést © myndir Emil Páll, 5. okt. 2010
