03.10.2010 16:56

Bátaspjall

Hér sjáum við þrjá menn á spjalli milli báta í Njarðvíkurhöfn í dag. Tilefnið veit ég ekki, en smellti bara svona af. Þarna eru Þorsteinn kaupandi af Birtu VE og Þorgils skipstjóri og útgerðarmaður á Röstinni GK, sem er fyrrverandi eigandi Birtu og sá þriðji er vélstjóri á Röstinni sem ég þekki ekki með nafni


     F.v. Vélstjórinn á Röstinni, sem ég þekki ekki með nafni, Þorsteinn eigandi Birtu VE og Þorgils seljandi Birtu og nú eigandi á Röstinni og Álftafelli ÁR © mynd Emil Páll, 3. okt. 2010