02.10.2010 14:49
Hugborg SH 87
Hér er einn af þessum fallegu bátum sem smíðaðir voru eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, en þessi var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1972 og bar aðeins þrjár skráningar áður en hann strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það illa að ákveðið var að brenna hann á staðnum. Til þess kom þó ekki þar sem það gerði norðaustan rok á staðnum 2-3 dögum síðar og brotnaði báturinn þá í salla. Nöfnin sam hann var voru: Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87.

1282. Hugborg SH 87 © mynd Alfons Finnsson

1282. Hugborg SH 87 © mynd Alfons Finnsson
Skrifað af Emil Páli
