01.10.2010 21:02

Furðulegur bráðabirgðaútbúnaður Birtu VE

Þeir eru margir sem hafa haft samband við mig og bent á furðulegan útbúnað á biluðu stefni Birtu VE fyrir siglingu til Akureyrar nú þegar allar veðra er von. En báturinn er m.a. klæddur með einskonar gluggaplasti, sem menn hafa ekki beint trú á að haldi lengi.
Hvað sem því líður þá mun vissi ég í gær að beðið var eftir ákvörðun Siglingastofnunar um það hvort báturinn mætti sigla án fylgdarbáts norður. Samkvæmt því sem ég heyrði í morgun, kom úrskurður þess  efnis að það yrði að fylgja honum bátur til Akureyrar og að samningar stæðu um fylgd frá báti sem þarf að fara hálfa leiðina hvort sem er til að sækja veiðarfæri. Hvað um það nafn þess báts kemur þegar málin eru orðin klár.
Í skrifum mínum hef ég rætt um að báturinn sem að lokum fer eftir viðgerð á Akureyri til Grenivíkur, ætti að bera sitt upprunalega nafn Ægir Jóhannsson, en samkvæmt kommenti á síðu Hafþórs frá eiganda bátsins mun hann ekki fá það nafn heldur nafnið Víðir.


     Hér sjáum við hvernig búið er að setja gluggaplast yfir stefnið, til að hlífa því á ferðinni norður. Vonandi dugar það til þess að 1430. Birta VE 8 komist alla leið og þá með fylgdarskipi © mynd Emil Páll, 1. okt. 2010