30.09.2010 00:00

Hásteinn ÁR 8 / Andri KE 46 / Austurborg GK 91 / Austurborg SH 56

Hér kemur eikarbátur, smíðaður í Stykkishólmi 1968 og var í útgerð vel á fjórða tug ára, en síðan rifinn í Hafnarfirði.


                         1075. Hásteinn ÁR 8 © mynd Snorrason


                     1075. Hásteinn ÁR 8 © mynd Snorrason

 1075. Hásteinn ÁR 8 © mynd Snorrason


                     1075. Andri KE 46 © mynd skerpla


                                          1075. Austurborg GK 91


                                        1075. Austurborg GK 91


                                   1075. Austurborg SH 56 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 4 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1968, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Endurbyggður hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 1978-1979, eftir að hafa rekið upp í fjöru á Stokkseyri 14. des. 1977.  Skemmdist síðan mikið af eldi í Ólafsvíkurhöfn 10. júli 2002 og var skráður sem vinnubátur frá 2003. Var síðan tekinn á Land í Hafnarfirði 11. maí 2009 og rifinn.

Bátnum hafði verið lagt í Njarðvikurhöfn frá haustdögum 2000 eða þar til skipið var slegið Þorbirni-Fiskanesi ehf. á nauðungaruppboði. Lá hann síðan áfram við bryggju í Njarðvík, eða þangað til á síðari hluta árs 2002 að hann var fluttur í Grindvíkurhöfn og þar var hann áfram bundinn fram í apríl 2002. Fljótlega eftir brunann var honum lagt á ný og nú í Hafnarfjarðarhöfn og var þar þangað til að hann var rifinn.

Nöfn.: Hásteinn ÁR 8, Andri VE 224, Andri VE 244, Andri KE 46, Dagný GK 91, Austurborg GK 91, Austurborg SH 95, aftur Austurborg GK 91 og Austurborg SH 56.