29.09.2010 07:35

Fengu beinhákarl í netin

Þeir á Sægrími GK 525, fengu beinhákarl í skötuselsnetin á Breiðafirði í gær. Áður fyrr hirtu menn lyfrina úr beinhákarlinum en nú vill enginn nýta hann og því stóð til að henda honum aftur í djúpið, eftir að búið væri að mæla hann og mynda. Reyndist hann ver 4.5 metra langur og hér koma símamyndir af honum sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók og stóð til að sýna í gærkvöldi, en það féll niður vegna bilunar hjá 123.is.




    Beinhákarlinn um borð í Sægrími í gær © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen