28.09.2010 23:46

Tæplega 3ja tíma bilun

Jæja þá er 123.is komin aftur í lag, en bilunin stóð yfir í tæpar þjár klukkustundir og riðlaði fyrir mér því sem ég ætlaði að koma með í kvöld og bíður það til morguns, en þar er um að ræða restin af myndum Svafars Gestssonar frá Færeyjum, Myndir er sýna beinhákarl sem kom í net báts á Breiðarfirði í dag og síðan myndir innanborð í gömlu Norrænu svo og skipið að utan og eins mynd af gamla Smyrli.