28.09.2010 14:07
Rólegt í Keflavíkurhöfn
Fremur rólegt er í Keflavíkurhöfn þessa daganna og sem dæmi þar um þá voru aðeins fjögur skip í höfn. Um er að ræða einn dragnótarbát, enn kræklingaræktarbát, hafnsögubátinn og einn sem eðlilegast er að kalla bryggjubát, því mjög sjaldgæft er að sjá hann fara frá bryggjunni. Eina lífið er því fuglalífið og því birti ég nú einn fulltrúa þeirra á mynd sem ég tók í Keflavíkurhöfn í morgun.

Frá Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 27. sept. 2010

Frá Keflavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 27. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
