27.09.2010 19:00

Kanna rekstarmöguleika fyrir Maríu Júlíu

Af vef bb.is:

Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti hafa fengið Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða til að gera úttekt á rekstrarmöguleikum Maríu Júlíu í kjölfar þess að skipið verði gert upp. "Þetta er mjög spennandi verkefni þar sem þarna er um að ræða sögufrægt og farsælt skip, fyrsta varðskip Vestfirðinga en það hefur einnig þjónað því hlutverki að vera rannsóknarskip og fiskiskip," segir Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri At-Vest. Skipið er á Þingeyri en til stendur að gera það upp í sem upprunalegustu mynd. María Júlía var m.a. notuð sem varðskip í landhelgisstríðinu árið 1958.


                                        151. María Júlía BA 36 © mynd bb.is