27.09.2010 12:35

Mjög góð þátttaka í getrauninni, en enn eru nokkrir dagar eftir

Mjög góð þátttaka hefur verið í getrauninni varðandi Kaffi Duus, mun meiri en nokkur átti von á, en svörin eru send á ákveðið netfang eins og fram kemur hér fyrir neðan. Þó vil ég árétta eftirfarandi:
Getraun þessi er ekki frá síðunni, heldur frá Kaffi Duus og er hluti af kynningarpakka sem ég er með við það fyrirtæki og fæ greitt fyrir. Einhver misskilningur virðist vera í gangi um að kommenta eigi svörin hér fyrir neðan, en svo er alls ekki enda eyði ég slíkum kommendum, en svörin skal senda eins og fram kemur hér fyrir neðan og ég hef sagt áður frá. Einnig bera að finna svör með því að skoða heimasíðu fyrirtækisins en alls ekki með því að hringja í starfsfólkið á Kaffi Duus, en fyrir þann leka er nú búið að loka fyrir. Hvað um það frestur miðast við fyrir 1. október nk. og hér endurtek ég getraunina samkvæmt samningnum við Kaffi Duus, en getraunin verður síðan endurtekin aftur á síðasta skiladegi.


    Fyrir stuttu sagði ég frá nýrri heimasíðu Kaffi DUUS hér á síðunni og nú er komið að því að birta getraun, en svörin við spurningunum má finna á heimasíðunni  duus.is

Verðlaunin er eitthvað gott sem kítlar bragðlaukanna.

Aðalverðlaunin eru kvöldverður að verðmæti 5.000 kr.

2., 3., og 4. verðlaun er val af hádegismatseðli.

 

Hér koma spurningarnar:

1.    Hvenær var Kaffi Duus opnað?

2.     Hvað eru margir veislusalir á Kaffi Duus?

3.     Hvað eru margir barir á Kaffi Duus?

4.     Hvað getur staðurinn tekið marga í sæti?

5.     Hvað geta margir ólíkir hópar verið samtímis á staðnum?

6.     Hvaða réttir eru sérfag Kaffi Duus?

7.     Hvaða annan stað, hefur Kaffi Duus líka?

 

Svör skulu senda á epj@epj.is fyrir 1. október nk. Með svörunum skal koma fram nafn sendanda, netfang og símanúmer.

 

Dregið verður úr réttum lausnum og haft samband við vinningshafa.