26.09.2010 21:03
Gleðifrétt! Surprise ekki á leið í pottinn
Nú er ljóst að Surprise HF 8 er ekki á leið í pottinn, heldur er búið að bjarga því sem var að og er báturinn kominn úr viðgerð. Er það mjög gleðilegt því hér er á ferðinni 50 ára gamall bátur, sem borið hefur nöfnin Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise ÍS 46, Surprise HU 19 og núverandi nafn Surprise HF 8.
137. Surprise HF 8, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 2009
Skrifað af Emil Páli
