26.09.2010 13:30
Keilir SI 145 til Suðurnesja
Þessi fallegi eikarbátur, Keilir SI 145, verður gerður út í vetur frá Suðurnesjum með aðallöndunarhöfn í Njarðvík. Verður það eins og á síðustu vertíð en þá kom hann um haustið og var fram á vor og er hann einmitt væntanlegur nú upp úr mánaðarmótunum. Það er útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar sem gerir bátinn út, en sú útgerð hefur nokkuð skondið aðsetur, þ.e. hún er skráð í Grindavík og bátarnir sem hann á er með heimahöfn þar, Flestir þeirra landa aðallega í Njarðvik, (þó með undantekningum þar sem Grímsnesið landar mest í Grindavík og Sægrímur nú meðan hann er á skötuselnum í Rifshöfn). Hólmgrímur á svo sjálfur heima í Njarðvik og síðan er aflinn unninn í Keflavík í húsi því sem lengi vel var aðsetur Hraðfrystihúss Keflavíkur hf.
Birti ég hér fjórar myndir af bátnum, ein tekin þegar hann var að koma til Njarðvíkur á síðustu vetrarvertíð, önnur er hann en með nafna sinn, fjallið Keilir í baksýn og síðan tvær í vor eftir að búið var að skvera hann til eftir vertíðina.

1420. Keilir SI 145, kemur inn til Njarðvíkur að loknum róðri

Nafnarnir, fjallið Keilir og 1420, Keilir SI 145

1420. Keilir SI 145, nýkominn úr slipp í Njarðvík

1420. Keilir SI 145, ný skveraður og fínn heldur út úr Njarðvíkurhöfn
© myndir Emil Páll, 2010
Birti ég hér fjórar myndir af bátnum, ein tekin þegar hann var að koma til Njarðvíkur á síðustu vetrarvertíð, önnur er hann en með nafna sinn, fjallið Keilir í baksýn og síðan tvær í vor eftir að búið var að skvera hann til eftir vertíðina.

1420. Keilir SI 145, kemur inn til Njarðvíkur að loknum róðri

Nafnarnir, fjallið Keilir og 1420, Keilir SI 145

1420. Keilir SI 145, nýkominn úr slipp í Njarðvík

1420. Keilir SI 145, ný skveraður og fínn heldur út úr Njarðvíkurhöfn
© myndir Emil Páll, 2010
Skrifað af Emil Páli
