25.09.2010 11:02
Viljið þið ekki gott að borða? Því ekki að taka þátt í léttri getraun?
Fyrir stuttu sagði ég frá nýrri heimasíðu Kaffi DUUS hér á síðunni og nú er komið að því að birta getraun, en svörin við spurningunum má finna á heimasíðunni duus.is
Verðlaunin er eitthvað gott sem kítlar bragðlaukanna.
Aðalverðlaunin eru kvöldverður að verðmæti 5.000 kr.
2., 3., og 4. verðlaun er val af hádegismatseðli.
Hér koma spurningarnar:
1. Hvenær var Kaffi Duus opnað?
2. Hvað eru margir veislusalir á Kaffi Duus?
3. Hvað eru margir barir á Kaffi Duus?
4. Hvað getur staðurinn tekið marga í sæti?
5. Hvað geta margir ólíkir hópar verið samtímis á staðnum?
6. Hvaða réttir eru sérfag Kaffi Duus?
7. Hvaða annan stað, hefur Kaffi Duus líka?
Svör skulu senda á epj@epj.is fyrir 1. október nk. Með svörunum skal koma fram nafn sendanda, netfang og símanúmer.
Dregið verður úr réttum lausnum og haft samband við vinningshafa.
