24.09.2010 14:36
Tungufell BA 326 ex Hans Jakob GK
Veiðar og vinnsla á sæbjúgum er að hefjast á Tálknafirði. Keyptur hefur verið báturinn Hans Jakob GK 150 frá Sandgerði til veiðanna og verið er að koma búnaði fyrir til vinnslunnar, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Það er Særöst ehf. á Tálknafirði sem bryddar upp á þessari nýjung í atvinnumálum á Vestfjörðum en fyrir eru tvær sæbjúgnavinnslur í landinu, önnur á Snæfellsnesi og hin á Suðurnesjum. Báturinn hefur þegar verið afhentur nýjum eigendum og fær hann nafnið Tungufell BA-326. Sæbjúgun verða fryst hjá Særöst og seld til Kína til frekari vinnslu. Þess má geta að Svæði A, sem Vestfirðir teljast til, er þekktasta veiðisvæðið fyrir sæbjúgu.
Skrifað af Emil Páli
