24.09.2010 14:36

Tungufell BA 326 ex Hans Jakob GK

Sæbjúgu. Mynd: vb.is/hag.
Sæbjúgu. Mynd: vb.is/hag.

 

Veiðar og vinnsla á sæbjúgum er að hefjast á Tálknafirði. Keyptur hefur verið báturinn Hans Jakob GK 150 frá Sandgerði til veiðanna og verið er að koma búnaði fyrir til vinnslunnar, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Það er Særöst ehf. á Tálknafirði sem bryddar upp á þessari nýjung í atvinnumálum á Vestfjörðum en fyrir eru tvær sæbjúgnavinnslur í landinu, önnur á Snæfellsnesi og hin á Suðurnesjum. Báturinn hefur þegar verið afhentur nýjum eigendum og fær hann nafnið Tungufell BA-326. Sæbjúgun verða fryst hjá Særöst og seld til Kína til frekari vinnslu. Þess má geta að Svæði A, sem Vestfirðir teljast til, er þekktasta veiðisvæðið fyrir sæbjúgu.