24.09.2010 14:24
Steinunn SH aflahæsti dragnótabáturinn
Steinunn SH, sem leggur bæði upp í Bolungarvík og í Ólafsvík er aflahæsti dragnótabátur landsins það sem af er september. Báturinn hefur komið með tæp 111 tonn að landi í ellefu róðrum. Næstur kemur Vestri BA, sem landar á Patreksfirði, með tæp 103 tonn í fimm róðrum. Í fjórða sæti yfir aflahæstu dragnótabátanna er Stormur BA, sem leggur bæði upp í Bolungarvík og Grundarfirði, með 94,4 tonn í fimm róðrum. Egill ÍS frá Bolungarvík er í 7. sæti með 83,5 tonn í fjórtán róðrum og Rifsari SH, sem leggur upp í Bolungarvík og á Rifi á Snæfellsnesi er í 13. sæti með 57,9 tonn í ellefu róðrum.
Kom þetta fram á bb.is
Skrifað af Emil Páli
