24.09.2010 09:35

Skötuselsveiðar hafnar á ný

Eins og menn muna sagði ég frá því fyrir nokkrum vikum að leiguliðar á skötuselskvóta tóku upp netin og sigldu í land vegna þess að þeim fannst leiguverðið vera of hátt. Nú hafa leigusalar á kvótanum loksins lækkað verðið það mikið að veiðar hófust á ný í morgun.
Hér sjáum við þegar Sægrímur GK 525 leggur frá bryggju í Rifshöfn í morgun til að fara út að leggja skötuselsnetin, en stýrimaður bátsins Þorgrímur Ómar Tavsen sendi mér þessa símamynd.



               2101. Sægrímur GK 525, leggur frá landi á Rifshöfn í morgun til að fara út að leggja skötuselsnetin © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. sept. 2010