23.09.2010 14:17
Harpa RE í Norðursjónum
Mynd þessi er af Hörpu RE-342, og er hún tekin á Norðursjávarsíldinni líklega 1971 heldur en 1970. Allt fult af trékössum á dekkinu en það var sett 40 kg af síld í kassan
Mjög mikil vinna var við þetta og svo að landa þessum trékössum var oft ekkert grín þegar þú kiptir þeim upp fór stundum botnin úr. En manskapurinn var að fá 10 til 15 aura danskar á kassan að landa, þetta voru ágætis vasapeningar í þá daga. 2000 kassar landaðir fékstu 200 kall danskar í vasan skattfrjálst. Það var oft fjör þarna í Norðursjónum þá í Hirshals og Skagen.
Sendi ég Jóni Páli kærar þakkir fyrir.
1033. Harpa RE 342, á veiðum í Norðursjó, sennilega 1971 © mynd Jón Páll
