23.09.2010 11:07
Hvað verður um Breka ex Reynir GK
Frá því að kvikmyndatökum lauk í Helguvík á dögunum hefur Breki ex Reynir GK legið þar við bryggju og fylgjast hafnarverðir nú með bátnum.
En hvað verður um bátinn? Fyrst bárust þær fréttir að þar sem búið er að fjarlægja öll spilliefni úr honum hefði verið sótt um það til Umhverfisráðuneytisins að fá að sökkva honum við Álfsnes og gera að skjóli fyrir fiskinn og um leið að leikfangi fyrir kafara.
Samkvæmt mínum heimildum hafa engin svör borist og íhuga menn því nú, að láta hann fara sömu leið og Svaninn KE, þ.e. að renna honum upp í fjöru í Helguvík og brjóta hann þar niður.


733. Breki, í Helguvík © myndir Emil Páll, 23. sept. 2010
En hvað verður um bátinn? Fyrst bárust þær fréttir að þar sem búið er að fjarlægja öll spilliefni úr honum hefði verið sótt um það til Umhverfisráðuneytisins að fá að sökkva honum við Álfsnes og gera að skjóli fyrir fiskinn og um leið að leikfangi fyrir kafara.
Samkvæmt mínum heimildum hafa engin svör borist og íhuga menn því nú, að láta hann fara sömu leið og Svaninn KE, þ.e. að renna honum upp í fjöru í Helguvík og brjóta hann þar niður.


733. Breki, í Helguvík © myndir Emil Páll, 23. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
