23.09.2010 10:49
Ex Halldór Jónsson SH 217: Höggstokkurinn eða endurlífgun
Nú er beðið skoðunar á Halldóri Jónssyni SH 217 í Njarðvíkurslipp og síðan hvað út úr þeirri skoðum kæmi. Sé það neikvætt, bíður höggstokkurinn eftir að brjóta hann niður, en annars verður báturinn endurbyggður og þá trúlega sem skúta.
Núverandi eigandi hefur átt bátinn frá því á árinu 1990 og skráði hann í Svíþjóð það ár og þar með fór hann út af íslenskri skipaskrá, þó svo að hann hafi að mestu legið við bryggju í Hafnarfirði allan þennan tíma.

Bátur sá sem síðast hét 540. Halldór Jónsson SH 217, en hefur ekki verið á íslenskri skipaskrá síðan 1990, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 23. sept. 2010
Núverandi eigandi hefur átt bátinn frá því á árinu 1990 og skráði hann í Svíþjóð það ár og þar með fór hann út af íslenskri skipaskrá, þó svo að hann hafi að mestu legið við bryggju í Hafnarfirði allan þennan tíma.

Bátur sá sem síðast hét 540. Halldór Jónsson SH 217, en hefur ekki verið á íslenskri skipaskrá síðan 1990, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 23. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
