21.09.2010 23:15

Makríllinn gaf Þorbirni 150 milljónir króna

Af vefnum grindavik.is


Makríllinn gaf Þorbirni 150 milljónir króna

Í síðustu viku lauk makrílveiðum hjá togurum Þorbjarnar hf. en allir togarar fyrirtækisins stunduðu veiðarnar.  Heildaraflinn var 980 tonn og heildarverðmæti aflans um 150 milljónir króna en þetta var óvæntur aukabónus hjá Þorbirni líkt og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.