21.09.2010 22:19

Herjólfur á Eskifirði og ein gömul frá Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér í kvöld þessar tvær myndir. Önnur sýnir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, er hann kom við á Eskifirði árið 1992, sem er sama árið og hann var smíðaður. Hin er af óþekktum skipum á Neskaupstað, en hana hefur Bjarni skannað.


                         2164. Herjólfur, á Eskifirði © mynd Bjarni G., 1992


                    Óþekkt skip í Neskaupstað © mynd skönnuð af Bjarna G.