21.09.2010 17:43

,,Hafnfirðingar komu færandi hendi til Njarðvíkur"

Þessi fleygu orð sem eru í fyrirsögninni voru sögð á Njarðvíkurbryggju núna áðan er hafnsögubáturinn Hamar kom til Njarðvíkur með Halldór Jónsson SH 217, sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn vel á annan tug ára. Mun báturinn verða tekinn upp í Njarðvíkurslipp strax í fyrramáli þar sem hann verður skoðaður með það fyrir augum að athuga hvort hægt sé að gera við hann, eða hvort hann sé ónýtur. Tók ég þessa myndasyrpu er bátarnir komu til Njarðvíkur.






    540. Halldór Jónsson SH 217 og 2489. Hamar, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 21. sept. 2010