21.09.2010 16:23
Beita um borð, en stokka upp í landi og fá þar með línuíviljunina
Í Hafnarfjarðarhöfn er nú verið að gera Kristbjörgu ÁR 177, klára til línuveiða, með þeim hætti að beitt verður um borð, enda báturinn með línubeitningavél, en stokkað upp í landi og er verið að smíða sérstaka stokka fyrir þá í Noregi til að þessara nota. Með þessari aðferð fullnægja þeir því að geta fengið línuíviljun.
Þorgrímur Ómar Tavsen, tók niður þessa punkta fyrir síðuna og næstu þrjár myndir við framkvæmdirnar um borð og sendi mér símamyndir af því. Þar að auki tók Sigurður Bergþórsson mynd af bátnum í gær er hann var á siglingu í höfninni og birtist hún hér líka sem svart/hvít mynd.



239. Kristbjörg ÁR 177, í Hafnarfjarðarhöfn í dag, þar sem unnið var að því að gera klárt fyrir línuveiðar, þar sem beitt eru um borð en stokkað upp í landi © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2010

239. Kristbjörg ÁR 177, siglir innan hafnar í Hafnarfirði í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 20. sept. 2010
Þorgrímur Ómar Tavsen, tók niður þessa punkta fyrir síðuna og næstu þrjár myndir við framkvæmdirnar um borð og sendi mér símamyndir af því. Þar að auki tók Sigurður Bergþórsson mynd af bátnum í gær er hann var á siglingu í höfninni og birtist hún hér líka sem svart/hvít mynd.



239. Kristbjörg ÁR 177, í Hafnarfjarðarhöfn í dag, þar sem unnið var að því að gera klárt fyrir línuveiðar, þar sem beitt eru um borð en stokkað upp í landi © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2010

239. Kristbjörg ÁR 177, siglir innan hafnar í Hafnarfirði í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 20. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
