21.09.2010 00:00

Álafoss - saga í máli og myndum

Hér birti ég sögu skipsins Álafoss í máli og myndum, en hvorutveggja er unnið af Önnu Kristjánsdóttur:

Skipið er smíðað í Frederikshavn værft í Danmörku 1978, um 105 metrar á lengd en lengt 1985 um 13 metra og var eftir það um 118 metrar á lengd. Burðargetan er um 4400 tonn, 316 Teu´s, en auk þess sérstök bílalest. Aðalvél er MaK 12M453AK 3310 KW, 4500 hestöfl.

Skipið var smíðað fyrir DFDS og hét þá Dana Atlas. Það var fyrst í leiguverkefnum fyrir Mercandia, skipt um nafn 1980 og hét þá Álafoss og í leigu hjá Eimskip. Það var keypt 1981 og var á Norðursjávaráætlun félagsins 1980-1988, þ.e. Immingham, Felixstowe, Antwerpen, Rotterdam og Hamborg. Það var sett í leiguverkefni 1988 undir heitinu North Coast og selt ári síðar.



            Dana Atlas © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Andreas Wörfeler. einhvern tímann á árunum 1978-1980


      1594.  Álafoss © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm:  Cees De Bijt. 1980 - 1982


       1594. Álafoss, eftir lengingu © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Pieter Impin, tekin einhvern tímann á árunum 1983 - 1985


           Cala Salada © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Pieter Impin, einhvern tímann á árunum 1990 - 2000


    Lorena B. rekið af Spönskum aðila © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Thorstein Frunberg, 2004.