20.09.2010 18:11

Togaraverkfall sumarið 1975 - myndir

Anna Kristjánsdóttir, hefur veitt mér aðgang að myndum í hennar eigu, bæði teknar af henni og eins í nokkrum tilfellum teknar af öðrum, en þá kemur það sérstaklega fram. - Sendi ég henni kærar þakkir fyrir.

Myndir þessar eru af fiskibátum, togurum og farskipum, bæði sem hún hefur verið á og eins öðrum og fyrstu myndirnar sýna togara við bryggjur í Reykjavík vegna verkfalls sumarið 1975.


                                      Togarar við Faxagarð í Reykjavík


    Í Örfirisey, næstur okkur er 155. Narfi RE 13, sá í miðjunni er 1253. Karlsefni RE 24 en sá næst bryggjunni er einhver óþekktur togari frá Bæjarútgerð Reykjavíkur © myndir Anna Kristjánsdóttir, í verkfallinu sumarið 1975