19.09.2010 12:59
Skemmtibátur í vandræðum

2626. Guðmundur á Nesi RE 13, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurlaugur á aðfangadag, 24. des. 2009
Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá erlenda skemmtibátnum Gypsy Life sem var í vandræðum um 90 sjómílur Vestur af Bjargtöngum.Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands. Tveir voru um borð.
Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um 15 sjómílur frá bátnum. Vindhraði á svæðinu er nú 12 -14 m/sek með krappri öldu. Fylgir nú Guðmundur í Nesi Gypsy Life á 5 - 7 sjómílna siglingu til Íslands.
Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð Varðar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði sem mun taka við fylgd bátsins þegar kemur nær landi en reiknað er með að það verði eftir um þrjár og hálfa til fjórar klukkustundir
