19.09.2010 12:36
Söguleg mynd
Mynd þessi sem ég tók í janúar 1965, er fyrir margar sakir söguleg. Ekki varðandi bátinn, sem trúlega er aðeins gamall nótabátur, heldur er hún tekin á fornum landamerkjum Keflavíkur og Gerðahrepps sem var í Grófinni þar sem nú er smábátahöfnin. Segja má því að strákurinn standi í Leirunni, sem er hluti Gerðahrepps og til hægri sést í slippbryggjuna sem var í Keflavík. En á þessum árum tilheyrði byggðin á Berginu, einmitt Gerðahreppi. Þá ef myndin er skoðuð vel sést hellisskúti neðst á berginu sem skagar út í sjóinn og er það í dag Skessuhellir.
Grófin, sem voru landamerki Keflavíkur og Gerðahrepps © mynd Emil Páll, í jan 1965
